2AM Club - EvidenceStrákabandið 2AM Club var stofnað af nokkrum vinum árið 2007 og fóru þeir fljótlega að koma fram á litlum viðburðum í Los Angeles.
Það var ekki fyrr en þeir hittu Jerry Harrison, fyrrum meðlim hljómsveitarinnar Talking Heads að hjólin fóru að snúast, þeir fóru fljótlega að taka upp prufur eða “demo“ af lögum og gerðu loks samning við plötufyrirtækið RCA og gáfu út sína fyrstu plötu árið 2010.

Meðlimir hljómsveitarinnar þeir Marc, Tyler, Matt, Dave, Sauce vinna nú að gerð sinnar annarar plötu sem kemur út á næstunni og er lagið Evidence með þeim fyrstu sem við fáum að heyra af henni.