Shakira - EmpireKólombíska söngkonan Shakira sló í gegn fyrir stuttu með laginu Can’t Remember to Forget You en þó einkum fyrir djarft myndband þar sem hún og söngkonan Rihanna birtast í.

Nú hefur söngkonan sent frá sér lagið Empire en það er önnur smáskífan af plötunni sem heitir líkt og söngkonan, Shakira, og er hún væntanleg í lok mars.