Fun. - Sight Of The SunÞað hefur lítið heyrst í strákunum í indie popp hljómsveitinni Fun. síðan árið 2012 en það ár gáfu þeir meðal annars út lögin We Are Young og Some Nights sem voru bæði ansi vinsæl.

Nú eru þeir Nate Ruess, Andrew Dost og Jack Antonoff hinsvegar byrjaðir að vinna í nýju efni og er plata væntanleg frá þeim á næstunni, en nýjasta lagið frá þeim nefnist Sight Of The Sun.