Passenger - WhispersMichael David Rosenberg er 29 ára gamall söngvari sem kemur frá Brighton í Englandi og gengur undir listamannsnafninu Passenger, hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2009 upp á eigin spýtur og fylgdu tvær aðrar í kjölfarið.

Árið 2012 fóru hjólin að snúast að alvöru þegar hann skrifaði undir samning við Black Crow útgáfufyrirtækið og platan All the Little Lights kom út, en á henni má finna lagið Let Her Go, sem má segja að hafi komið Passenger á kortið, en lagið seldist í miljónum eintaka út um allan heim og sat víðast hvar á toppi vinsældarlista og var það meðal annars fimmta mest spilaða lagið á Spotify tónlistarveitunni á síðasti ári.

Passenger kemur til með að gefa út sína fimmtu plötu þann 9. júní næstkomandi, en fyrsta smáskífan af plötunni heitir líkt og platan sjálf, Whispers.