Pitbull - We Are One (Ole Ola)Hinn 33 ára gamla Pitbull þarf vart að kynna en hann er þekktur fyrir að gefa út hress og sumarleg lög og má segja að nánast allt sem hann sendir frá sér nái að slá í gegn á heimsvísu.

Kappinn vinnur nú að gerð áttundu plötu sinnar, en í millitíðinni var hann fenginn til að gera lag Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu eða bara HM eins og við þekkjum það öll sem, en keppnin í ár fer fram í Brasilíu í júní og júlí næstkomandi.

Lagið sem  nefnist We Are One (Ole Ola) er eitt af 17 lögum á plötunni One Love, One Rhythm sem var gefin út í tengslum við keppnina, en það eru þær Jennifer Lopez og Claudia Leitte sem eru með Pitbull í laginu.