Pitbull - CelebrateBandaríski rapparinn Pitbull heldur áfram að gefa okkur forsmekkinn af því sem áttunda platan hans, Globalization inniheldur en hún kemur út í lok nóvember næstkomandi.

Nýjasta lagið sem við fáum að heyra af plötunni nefnist Celebrate, en það er titillag myndarinnar Mörgæsirnar frá Madagaskar sem frumsýnd verður hér á landi þann 28. nóvember næstkomandi, en í myndinni ganga mörgæsirnar Skipper, Kowalski, Rico og Hermann í lið við leyniþjónustuna og kljást við flókin verkefni.