Gwen Stefani - Baby Don't LieSöngkonan og The Voice dómarinn Gwen Stefani leggur nú lokahönd á þriðju plötuna sína sem væntanleg er í lok ársins en þetta er fyrsta platan hennar í um sjö ár og eru aðdáendur hennar eflaust eftirvæntingafullir.

Fyrsta lagið sem við fáum að heyra af plötunni nefnist Baby Don’t Lie, en Gwen samdi það í sameiningu við þá Ryan Tedder úr OneRepublic og Benny Blanco.