Boots - Dreams ásamt BeyoncéÞegar þú heyrir minnst á tónlistarmanninn Boots hringir það eflaust ekki mörgum bjöllum, en hann er lítið sem ekkert þekktur í bransanum í dag, en segja má að söngkonan Beyoncé hafi aðstoðað hann við að koma sér  á kortið, en Boots tók þátt í að pródúsera níu af fjórtán lögum á fimmtu blötu hennar, Beyoncé sem kom út í lok síðasta árs.

Boots eða Jordy Asher eins og hann heitir réttu nafni skrifaði undir samning síðasta sumar við  Roc Nation, úgáfufyrirtækið undir stjórn Jay-Z sem er partur af Sony Music Entertainment keðjunni.
Hann gaf hann út nú á dögunum sitt fyrsta mixtape, WinterSpringSummerFall og er lagið Dreams nýjasta smáskífan af mixtapeinu, en það er engin önnur en Beyoncé sem er með honum í laginu.