Broiler - Rays Of LightNafnið Broiler hringir eflaust ekki mörgum bjöllum hjá íslendingum, en þetta tvíeyki er eitt vinsælasta plötusnúðaparið í Noregi.

Það eru Mikkel Christiansen og Simen Auke, sem skipa Broiler, en strákarnir sem koma báðir frá Drammen í Noregi hófu samstarf sitt árið 2011 og urðu þeir afar vinsælir í heimalandi sínu á stuttum tíma og hafa vinsældir þeirra nú tekið að ná út fyrir landsteinana.
Nýjasta lagið frá þessum upprennandi snillingum nefnist Rays Of Light, en það er fyrsta smáskífan af annari plötu þeirra sem er væntanleg nú í haust.

Íslendingum gefst nú sérstakt tækifæri að sjá Broiler spila, en þeir koma einmitt fram á afmælistónleikum FM957 sem fara fram á morgun, 16. júní í Laugardalshöll og höfum við ákveðið að gefa heppnum miða á þetta magnaða kvöld, en þú getur tekið þátt með því að smella hér.