David Guetta Laugardalshöll 16. júníPierre David Guetta fæddist þann 7. nóvember árið 1967 í París, höfuðborg Frakklands, hann kvæntist konunni Cathy Guetta árið 1992 og eingaðist með henni tvö börn, en Cathy og David skyldu fyrir dómstólum í París í mars síðastliðnum.

Í kringum tvítugt fór hann að spila á skemmtistöðum í Frakklandi og árið 1990 gaf hann út sitt fyrsta lag, Nation Rap ásamt rapparanum Sidney og hlaut það nánast enga spilun. Það varð ekki fyrr en 2001 þegar lagið Just a Little More Love kom út að einhverjar vinsældir fóru að skapast í kringum David og fylgdi hann svo á eftir með lögum á borð við Love Is Gone og The World Is Mine, en segja má að það hafi verið lagið sem kom honum almennilega á kortið.

Árið 2009 var brotið blað í ferli Guetta þegar hann gaf út sína fjórðu plötu og var það fyrst þegar hann fór að vinna með þekktum tónlistarmönnum á borð við will.i.am, Akon, Rihanna og Kelly Rowland, en platan sem nefnist One Love seldist í yfir 3 milljónum eintaka og lagið sem var hvað vinsælast af þeirri plötu var When Love Takes Over og hlaut það meðal annars hin virtu Grammy Verðlaun Árið 2010.

Síðustu ár hafa vinsældir David Guetta farið ört vaxandi og hefur hann unnið með mörgum af vinsælustu söngvörum og pródúserum í heiminum við gerð laga sinna en hann hefur verið á topp 5 listanum yfir 100 bestu plötusnúða í heiminum hjá hinu virta tímariti DJ Magazine alveg frá árinu 2008, og hefur hann spilað allsstaðar í heiminum.

David Guetta hefur verið að gera það gott á þessu ári með lögunum Shot Me Down og Bad, en það síðarnefnda er eitt það vinsælasta á landinu um þessar mundir, en hann var einnig að gefa út nýtt lag sem nefnist Blast Off.

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að þessi franski snillingur er á leiðinni til landsins og kemur hann til með að koma fram á stærsta partýi ársins en um er að ræða 25 ára afmælistónleika FM957 sem fara fram í Laugardalshöll mánudaginn næstkomandi, þann 16. júní, en þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins, en hann spilaði einmitt í Laugardalshöll árið 2008 og var stemmingin vægast sagt mögnuð. David Guetta verður ekki einn þetta kvöld en einnig mun Dj MuscleBoy, norsku plötusnúðarnir TDK, Broiler og þeir Steindi Jr., Bent, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur koma fram til að hjálpa þér að gera þetta kvöld ógleymanlegt.

Við ætlum í samstarfi við SkyAgency að gefa heppnum aðilum sérstaka miða á þessa mögnuðu tónleika, en það eina sem þú þarft að gera er að sitje “like“ á þessa frétt og kommenta fyrir neðan hvert uppáhalds lagið þitt er með David Guetta og þú ert komin í pottinn!