David Guetta - Bang My Head ásamt Sia & Fetty WapSjötta plata Frakkans David Gueta, Listen kom út á síðasta ári en stefnir hann nú að því að endurútgefa plötuna þann 27. nóvember og hefur platan fengið nafnið Listen Again.

Bang My Head var eitt af þeim lögum sem finna má á Listen og var þá Sia aðeins með í laginu, en í endurútgáfunni var rapparinn Fetty Wap einnig fenginn í lagið og má heyra útkomuna hér að neðan.