Sia - California Dreamin'Lagið California Dreamin’ er eitt af þekktari lögum tónlistarsögunnar en það var upphaflega flutt af The Mamas & the Papas árið 1965 og hafa margir gert nýjar útgáfur af laginu síðan þá og er sú nýjasta í flutningi söngkonunnar Sia, en lagið er titillag myndarinnar San Andreas sem frumsýnd verður hér á landi þann 3. júní næstkomandi.