Franska plötusnúðinn og pródúserinn David Guetta ættu flestir að þekkja en hann er gífurlega vinsæll í heimi danstónlistarinnar.
Kappninn gaf út á dögunum nýja plötu sem nefnist Nothing But The Beat 2.0 og er lagið She Wolf (Falling to Pieces) nýjasta smáskífan af plötunni og er það söngkonan Sia sem syngur í laginu.

Myndbandið við lagið er gífurlega flott en það var tekið upp á Íslandi og skartar náttúran sínu fegursta, en meðal tökustaða voru Langjökull og Kleifarvatn.
Það var kvikmyndagerðafyrirtækið Pegasus sem annaðst tökur á myndbandinu en einnig kom erlent tökulið til landsins í tengslum við myndbandið sem leikstýrt var af Hiro Murai.