The Chainsmokers - Kanye ásamt SirenÞetta hófst allt með selfie æðinu sem geisar að hluta til ennþá um að Alex og Andrew í plötusnúða dúóinu The Chainsmokers frá Bandaríkjunum hlutu heimsfrægð á einni nóttu eftir að þeir gáfu út lagið #Selfie sem var eitt það vinsælasta út um allan heim fyrr á árinu.

Nú eru strákarnir mættir með sitt annað lag sem nefnist Kanye en í  tilkynningu frá þeim kemur fram að lagið fjalli á engan hátt um rapparann Kanye West, að öðru leiti en þann stíl sem hann hafi tileinkað sér að hlusta ekki á það sem aðrir segja um sig, aðal boðskapur lagsins er sá að sama hvort þú ert feitur, mjór, lítill eða stór, ríkur eða fátækur áttu að loka á utanaðkomandi gagnrýni og lifa lífinu til fulls.