Azealia Banks - Chasing TimeÞað muna eflaust flestir eftir eftir hinni 23 ára gömlu Azealia Banks sem átti eitt vinsælasta lagið hér á landi árið 2012, 212 og átti hún meðal annars að halda tónleika hér á landi sama ár en þeim var frestað á síðustu stundu.

Önnur plata söngkonunnar, Broke with Expensive Taste átti að koma út í september 2012, en útgáfa hennar dróst eitthvað á langinn og herma nýjustu fréttir að platan komi út í lok ársíns, en nýjasta lagið af henni nefnist Chasing Time, og er stóra spurningin sú hvort að vinsældir hennar komi til með að aukast en segja má að lagið 212 sé það eina sem hlotið hefur almennilega spilun.