Steinar - Do It All AgainÞað má með sanni segja að söngvarinn Steinar sé einn vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn um þessar mundir, en lagið hans Lie To Mie hlaut mikla spilun á útvarpsstöðvum í sumar.

Nýjasta lagið frá þessum nítján ára Reykvíkingi nefnist Do It All Again og að þessu sinni voru það strákarnir í Redd Lights sem pródúseruðu lagið en IRIS sá um gerð myndbandsins.