Oliver Heldens - Koala (Last All Night) ásamt KStewartEftir frábært gengi lagsins Gecko (Overdrive) sem hinn nítján ára gamli hollenski plötusnúður Oliver Heldens sendi frá sér fyrr á þessu ári heldur hann áfram að reyna að bæta árgangurinn sinn með nýju lagi sem inniheldur sömu formúlu og Gecko.

Lagið sem um ræðir nefnist Koala er í rauninni ekki það nýtt, en það kom upphaflega út í sumar og er búið að betrumbæta það og bæti við söng frá bresku söngkonunni KStewart sem er ný í bransanum, en lagið hefur fengið endinguna Last All Night, og áætlað er að nýja útgáfan henti betur hinum almenna tónlistarmarkaði.