Ásgeir Trausti - LeyndarmálÁsgeir Trausti Einarsson eða bara Ásgeir eins og hann kallar sig er án efa einn af færustu tónlistarmönnum sem Ísland hefur átt, en hann kemur til með að gefa út sérstaka viðhafnarútgáfu af plötunni sinni In the Silence eða Dýrð Í Dauðaþögn í nóvember næstkomandi.

Platan inniheldur alls 15 lög bæði á íslensku og ensku og þar á meðal er lagið Leyndarmál sem var eitt af fyrstu lögunum sem Ásgeir sendi frá sér og flytur hann hér acoustic eða órafmagnaða útgáfu af þessu vinsæla lagi.