Rjóminn - Lifðu NúRjóminn er skemmtiþáttur innan veggja Verzlunarskólans og er hann skipaður níu eldhressum strákum, sem gera saman nokkra þætti hvert skólaár og er hér á ferðinni lagið úr fyrsta þættinum þetta skólaárið sem frumsýndur var á föstudaginn.

Lagið sem nefnist Lifðu Nú fjallar um strák sem nefnist Einar sem féll nýverið frá og ákveða vinir hans að halda heiðri hans uppi og halda áfram að skemmta sér þó allt sé í rugli, það var Arnar Ingi Ingason sem gerði taktinn en strákarnir í StopWaitGo sáu um að pródúsera lagið.