Guy Sebastian - Tonight AgainÁstralía ákvað óvænt að taka þátt í Eurovision í ár sem gestaþjóð og verður þetta í fyrsta og trúlega eina skiptið sem landið verður með í keppninni.

Engin forkeppni var haldin í Ástralíu eins og gengur og gerist hjá öðrum þáttökulöndum heldur var ákveðið að Guy Sebastian myndi taka þátt fyrir hönd landsins en hann er þekktastur fyrir lögin Like A Drum og Come Home With Me sem bæði hafa náð miklum vinsældum, en hér er hann mættur með Eurovision lag Ástrala, Tonight Again.