Guy Sebastian - Come Home With MeÁstralinn Guy Sebastian  var árið 2003 sá fyrsti til að sigra Idol keppnina í sínu landi og hafa vinsældir hans aukist jafnt og þétt síðan þá og má segja að lagið hans Battle Scars hafi komið honum almennilega á kortið og fylgdi hann svo á eftir með laginu Like A Drum sem var eitt það vinsælasta hér á landi í byrjun ársins.

Guy vinnur nú hörðum höndum að sjöundu plötu sinni ásamt því að undirbúa tónleikaferðaleg sem hann leggur í í byrjun næsta árs, en nýjasta lagið með honum nefnist Come Home With Me, og er það líkt og Like A Drum afar grípandi og kemur manni í sannan sumarfíling.