Snoop Dogg - California Roll ásamt Stevie WonderÞað ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að Snoop Dogg er á leiðinni til landsins og kemur hann til að koma fram í Laugardalshöll þann 17. júlí næstkomandi, en um er að ræða sérstakt Snoopadelic partý.

Þrettánda plata rapparans, Bush kemur út á þriðjudaginn í næstu viku og er California Roll þriðja lagið sem við fáum að heyra af plötunni, en það er sjálfur Stevie Wonder sem er með Snoop Dogg í laginu.