Michael Bublé - The More You Give (The More You'll Have)Kanadíski söngvarinn Michael Bublé varð fertugur nú í haust en hann er þekktur fyrir sína silkimjúku rödd og jólalögin sem ylja mörgum í köldum desembermánuði.

Michael var að senda frá sér nýtt jólalag sem ber nafnið The More You Give (The More You’ll Have) og er það ansi fjörugt og ætti eflaust að koma mörgum í rétta gírinn fyrir jólin.