Melkorka Rós er fimmtán ára stelpa sem hefur verið að syngja frá tveggja ára aldri en söng fyrst fyrir framan fólk árið 2008.
Melkorka býr í Vogum á Vatnsleysu og er miðjubarn af sjö systkinum. Hún fór í söngtíma hjá Bríeti Sunnu en hefur annars verið að æfa sig mest sjálf. Hún spilar á flýgil en þó ekki opinberlega. Lagið sem Melkorka syngur er Angel með Söruh Machlan.
Ýttu á like til að gefa Melkorku þitt atkvæði í like keppni Söngfuglsins 2011