Það verður alvöru sveita/dj ball í Þingborg á föstudaginn og verður kvöldið tvískipt annarsvegar spilar hljómsveitin Öðruvísi En Þeir og hinsvegar hinn eini sanni Haffi Haff en hann mun þeyta skífum eins og honum einum er lagið.
Þingborg er aðeins í um fimm mínútna fjarlægð frá Selfossi og því stutt fyrir þá sem búa á suðurlandi og nágrenni að fara.

Húsið opnar klukkan 23:00 og stendur ballið til þrjú eftir miðnætti. Miðasala verður við hurðina og kostar aðeins 1500 krónur inn fyrir félaga NFSu og 2000 krónur fyrir aðra, það er sextán ára aldurstakmark og er það árið sem gildir.
Þetta er alvöru ball sem þú villt sko alls ekki missa af en það er partur af baráttu Gunnars Karls í formannsembættið í NFSu og má sjá kosningamyndband Gunnars með því að smella HÉR.
Ný Tónlist ætlar að gefa miða á ballið og það eina sem þú þarft að gera er að smella ‘læki’ á þessa frétt og kvitta hér fyrir neðan, dregið verður út á föstudaginn klukkan 16:30.