Fyrir stuttu gerði Þjóðhátíðarnefnd samning við vefsíðuna guitarparty.com um að búa til rafræna söngbók sem gerir þér kleift að fylgjast með textunum við lögin sem sungin eru í Brekkusöngnum hverju sinni.

Á sunnudeginum verður svokölluðum qr kóðum dreift til gestua hátíðarinnar en þeir geta skannað kóðana og nálgast söngbókina.

Fyrir þá minna tæknivæddu verður textunum einnig varpað upp á risaskjái sem verða staðsettir við hlið sviðsins á Þjóðhátíð. Markmiðið er að búa til stærsta kór Íslands fyrr og síðar en vonast er eftir því að sem flestir taki þátt og syngi með þegar Árni Johnsen dregur fram gítarinn.

En stóra spurningin er sú hvort að þú viljir vera partur af þessum kór og komast frítt á Þjóðhátíð ásamt því að fá RISA Þjóðhátíðarpakka og ekki nóg með það að þú getur boðið vini þínum eða vinkonu með þér. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt í Þjóðhátíðarleik Ný Tónlist á facebook síðunni okkar og vona að heppnin verði með þér!

Hér má svo sjá Árna flytja Þjóðsönginn á Þjóðhátíð í fyrra.