Hér er á ferðinni splunkunýtt myndband við lagið Million Voices sem kom út fyrir nokkru.

Maðurinn á bakvið lagið er Otto Knows en hann er sænskur plötusnúður og pródúser sem hefur starfað með mönnum á borð við Avicii sem flestir ættu að kannast við.

Otto hefur einna helst notið vinsælda í Hollandi, Belgíu og heimalandi sínu, Svíþjóð og er nokkuð ljóst að vinsældir hans munu aukast til muna á næstunni enda einkum sérhæfur í smíðum á danshæfri tónlist.