Það ættu flestir að kannast við Kópavogsbúann Erp Þórólf Eyvindsson eða Blaz Roca eins og hann kallar sig, en hann er með fremri röppurum þjóðarinnar.

Hér hefur hann fengið til liðs við sig hinn tvítuga Ásgeir Trausta sem hefur verið að gera það býsna gott upp á síðkastið með lögum á borð við Dýrð Í Dauðaþögn og Hljóða Nótt.

Lagið sem heitir Hvítir Skór var gert í tengslum við þáttinn Hljómskálann, en hann hefur göngu sína aftur á fimmtudaginn.