Brandon Realmonte er ungur rappari sem kemur frá Bandaríkjunum og hefur hlotið mikla athygli fyrir áhrifamikla texta í lögum sínum en eins og við greindum frá gaf hann fyrir um mánuði út lag sem spornar gegn kynþáttafordómum í heiminum.

Annað lag Brandons nefnist Dear Amanda og fjallar það um vinkonu hans, Amöndu Todd sem framdi sjálfsmorð í október síðastliðnum þá aðeins sextán ára gömul, en hún hafði þurft að þola alvarlegt einelti sem dró hana niður og endaði það með þessum hræðilegu afleiðingum.

Í samtali við Ný Tónlist vildi Brandon koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: „Einelti er hræðilegur hlutur og ef að þér líður illa þá er alltaf einhver til staðar fyrir þig sem getur aðstoðað, og það síðasta sem þú átt að gera er að taka þitt eigið líf.“

Í minningu Amöndu Todd
27. nóvember 1996 – 10. október 2012