Með einungis píanó og röddina að vopni flytur hin 27 ára gamli Bruno Mars okkur einstaklega einlægt lag sem nefnist When I Was Your Man, en það fjallar í stuttu máli um hvernig er að missa ástina sína til anars manns og erfiðleikana sem fylgja því.

Lagið er þriðja opinbera smáskífan af væntanlegri plötu Brunos, Unorthodox Jukebox en hún kemur út á þriðjudaginn í næstu viku, en lögin Young Girls og Locked Out Of Heaven hafa þegar komið út en það síðarnefnda hefur notið gífurlegra vinsælda.