Bruno Mars Superbowl 2014Hinn 28 ára gamli hjartaknúsari Peter Hernandez betur þekktur sem Bruno Mars sem flestir tónlistaraðdáendur ættu að kannast við, spilaði í hálfleik Superbowl ásamt Red Hot Chilli Peppers.

Bruno Mars kom heldur betur sterkur inná sviðsljósið árið 2010 með lögum á borð við The Other Side og Just The Way You Are, síðan þá hafa lögin hans skotist beint uppá topplista stærstu útvarpstöðva heimsins.

Superbowl eða Ofurskálin er einn stærsti íþróttaviðburður heimi en talið er að um 100 miljónir manns  horfi á útslitaleiki Superbowl árlega. Hálfleikirnir í þessum leikjum eru mest spennandi fyrir flesta og eru þar tónlistaratriði og auglýsingar sem standa upp úr, en eru þær ekki í ódýrari kanntinum og er talið að 30 sekúndna auglýsing í hálfleik Superbowl kosti um 4 miljónir dollara (46.468.000ISK).
Keppnin í ár fór fram í nótt á MetLife leikvanginum í New Jersey og voru það  Denver Broncos og Seattle Seahawks sem átu kappi og enduðu leikar 43-8 fyrir Broncos.

Það voru svo Bruno Mars og félagar í RHCP sem spiluðu í rúmar 14 mínútur í hálfleik Superbowl í ár og gerðu það með mikilli prýði við góðar undirtektir áhorfenda – þú getur séð atriðið þeirra hér fyrir neðan.