F.U.N.K. - Þangað Til Ég DeyHljómsveitin F.U.N.K. er uppspretta frá bandinu Bláum Ópal sem flutti okkur lagið Stattu Upp í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2012 og lenntu eftirminnilega í öðru sæti.

Lagið Þangað Til Ég Dey er það fyrsta sem F.U.N.K sendir frá sér, en þeir koma til með að flytja það í seinni undanúrslitaþætti Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fer fram næstkomandi laugardagskvöld.

Meðlimir F.U.N.K eru þeir Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarson, Hörður Bjarkason, Valbjörn Snær Lillendahl og bræðurnir Franz Ploder Ottósson og Egill Ploder Ottósson, og sömdu þeir Lárus, Pétur og Franz bæði lag og texta.