Hinn 24 ára gamli söngvari Tino Coury sem hefur verið að gera það gott upp á síðkastið með laginu sínu, Drink My Love Away sendi nýverið frá sér plötu og bragð á það ráð að gefa þeim sem vildu plötuna frítt á netinu við góðar móttökur aðdáenda hans.

Nýjasta lagið frá kappanum er fjörugt jólalag sem nefnist Christmas In A Cup, en lagið er ansi grípandi.