Hinn 43 ára gamli Hollenski plötusnúður og pródúser Tiësto hefur lengi verið talinn með fremri mönnum í sínu fagi og er gífurelga vinsæll.

Hann hélt nú  á dögunum risa tónlistarhátið sem gekk undir nafninu Dance (RED) Save Lives en þar komu fram margir af fremri plötusnúðum en allur ágóði hennar rann til styrktar baráttunni gegn alnæmi í heiminum.

Hann gaf einnig út plötu í tengslum við hátíðina sem inniheldur fjölmörg vinsæl lög bæði gömul og ný, en Tiësto tók sig til og gerði í samstarfi við hljómsveitina U2 glænýja danshæfa útgáfu af laginu Pride (In The Name Of Love) sem upphaflega kom út árið 1984 og þá aðeins á vinyl plötu.