Hinn margrómaði Armando Cristian Pérez eða Pitbull eins og hann kallar sig hefur verið að gera það ótrúlega gott upp á síðkastið með laginu Don’t Stop The Party en það upp alla vinsældalista vestanhafs.

Hér er þessi magnaði kappi kominn með fjórðu smáskífuna af plötunni sinni Global Warming sem kom út í nóvember síðastliðnum, en það er hin 32 ára gamla söngkona Christina Aguilera sem er með Pitbull í þessu magnaða lagi sem nefnist Feel This Moment.

Þess má til gamans geta að eflaust einhverjir ættu að kannast við aðal laglínuna í laginu en hún er komin frá hljómsveitinni A-ha og laginu þeirra, Take On Me sem kom út árið 1985 á vinyl plötu, en það var með vinsælli lögum á þeim tíma.