Jaden Smith - Kite ásamt Willow SmithVið greindum frá því fyrr í þessum mánuði að hin 12 ára gamla söngkona Willow Smith hefði sent frá sér lagið Sugar And Spice og naut það strax mikilla vinsælda.

Hér er þessi unga stjarna mætt aftur til leiks og að þessu sinni með bróður sínum Jaden og flytja systkinin í sameiningu okkur þennan frábæra dúet sem nefnist Kite.