Sam Smith - Lay Me DownÞað ættu eflaust flestir að hafa heyrt nafnið Sam Smith koma fyrir í útvarpi hér á landi undanfarið, en hann ásamt Disclosure færðu okkur lagið Latch sem er búið að vera að gera gífurlega góða hluti út um allan heim síðustu vikur.

Þessi ungi söngvari er með hreint ótrúlega rödd og býr yfir gífurlegum sönghæfileikum, en það sýnir sig einna best í nýjasta laginu sem hann sendi frá ser en það ber nafnið Lay Me Down, og er það líkt og Latch pródúserað af bræðrunum í Disclosure og er það nokkuð ljóst að það verður gaman að fylgjast með þessum snillingum á næstunni.