Dope D.O.D. - RocketHollenski rapphópurinn Dope D.O.D. hefur á um tveimur árum náð gífurlegum vinsældum um allan heim, en hópurinn sem hóf göngu sína árið 2006 skaust upp á stjörnuhimininn árið 2011 eftir að þeir sendu frá sér myndband við lagið What Happened, og sama ár komu þeir meðal annars fram á Iceland Airwaves hátíðinni sem og Þjóðhátíð á síðasta ári við góðar undirtektir hátíðargesta.

Hópurinn sem samanstendur af þremur röppurum, einum plötusnúði og einum pródúser sigraði European Border Breakers Awards á þessu ári en þau eru veitt fyrir bestu nýliðana í tónlistarheiminum í Evrópu, en krakkarnir í Of Monsters and Men voru einnig í hópi þeirra sem hlutu verðlaunin í ár.

Nýjasta lagið frá strákunum nefnist Rocket og er það fyrsta smáskífan af annarri plötu þeirra sem kemur út þann 19. apríl næstkomandi.