Michael bubleMichael Bublé ætti mörgum að vera vel kunnugur, þessi 37 ára kanadíski hjartaknúsari hefur gefið út vinsæl lög eins og Home, Feeling Good og svo lengi mætti telja, en einnig er hann margfaldur Grammy verðlaunahafi.

Nýja platan hans To Be Loved verður gefin út þann 15. apríl næstkomandi og var fyrsta smáskífan af plötunni að koma út en lagið nefnist It’s A Beautiful Day – ótrúlega flott lag hér á ferðinni og efumst við um að platan verði síðri.