Flo Rida - Sweet Spot ásamt May JHinn 33 ára gamli rappari Flo Rida sendi frá sér sína fjórðu plötu, Wild Ones síðasta sumar og hefur hvert lagið á fætur öðru á plötunni náð að slá í gegn.

Lagið Sweet Spot er eitt af þeim lögum sem komu út á plötunni en það var upphaflega flutt af Flo Rida og sjálfri Jennifer Lopez, en Flo hefur tekið sig til og sett lagið í nýjan og endurbættan búning og fékk 24 ára gömlu Japönsku söngkonuna May J. með sér í lið.