Macklemore og Ryan Lewis - Can't Hold Us ásamt Ray DaltonRapparinn Macklemore og pródúserinn Ryan Lewis skipa hreint magnað teymi sem hefur farið sigurför um heiminn og notið gífurlegra vinsælda, en þeirra var fyrst vart hér á landi þegar þeir sendu frá sér lagið Thrift Shop ásamt Wanz í lok síðasta sumars.

Félagarnir sendu frá sér í vikunni glænýtt myndband við lagið Can’t Hold Us sem kom þó formlega út fyrir tveimur árum síðan sem þykir afar sérstakt, en það er gospel söngvarinn Ray Dalton sem er með Macklemore í laginu og setur hann stóran svip á þetta annars frábæra lag.