Daft Punk - PentatonixPentatonix er fimm manna a capella hópur sem kemur frá Texas, en a capella er sú tegund tónlistar sem er ekki notast við nein hljóðfæri, heldur aðeins þau hljóð sem söngvarinn býr til sjálfur.

Þessir krakkar hafa svo sannarlega slegið í gegn með lögunum sínum, en það nýjasta er samansafn af öllum vinsælustu lögum hljómsveitarinnar Daft Punk og má þar nefna One More Time og Get Lucky sem er án vafa eitt vinsælasta lag ársins.