1200 - Lífið Byrjar HérHér er á ferðinni glænýtt lag frá strákunum í 12:00, skemmti- og fréttanefnd Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, sem birtist í fjórða og jafnframt síðasta þættinum þetta skólaárið sem frumsýndur var í dag.

Í ár eru það níu strákar sem skipa nefndina en nýir meðlimir munu koma til með að taka við af þeim í haust, en frægustu lögin frá nefndinni undanfarin ár eu Keyrum Inn Í Helgina, Sumartíminn og svo ekki sé talað um Viva Verzló sem kom út árið 2009.

Nýjasta afrek nefndarinnar nefnist Lífið Byrjar Hér, og var það Lárus Örn Arnarsson sem gerði taktinn og sáu strákarnir í StopWaitGo um eftirvinnslu lagsins.