Tinie Tempah - 5 MinutesÖnnur plata Breska söngvarans Patrick Chukwuemeka Okogwu eða Tinie Tempah eins og hann kallar sig, Demonstration kom út í nóvember á síðasta ári og hefur hún þegar skákað fyrri plötu kappans Disc-Overy hvað sölutölur varðar.

Nýja platan inniheldur töluvert hraðari og rafmagnaðari lög að sögn söngvarans, en fjórða og jafnframt nýjasta smáskífan af þessari frábæru plötu nefnist 5 Minutes og var lagið pródúserað af hinum Nýsjálenska Zane Lowe.