OneRepublic - Love Runs OutHljómsveitin OneRepublic með söngvaranum Ryan Tedder í fararbroddi var stofnuð árið 2003 og hefur hún gefið út þrjár plötur og fjöldan allan af lögum á þeim tíma, og þar á meðal er lagið Counting Stars sem gerði allt vitlaust síðasta sumar og er lang vinsælasta lagið sem hljómsveitin hefur sent frá sér og er ofarlega á lista yfir mest seldu lögin í heiminum frá upphafi, en það sem hefur borið hvað hæðst upp á síðkastið hjá hljómsveitinni er Alesso remix af laginu If I Lose Myself sem hefur verið mikið spilað á útvarpsstöðvum undanfarið.

Það nýjasta frá strákunum nefnist Love Runs Out og má það finna líkt og lögin tvö sem rætt var um hér að ofan á plötunni Native sem kom út í lok mars á síðast ári, en hún hefur selst í yfir 540,000 eintökum í Bandaríkjunum.