Alesso Vs. OneRepublic - If I Lose Myself (Remix)Hljómsveitin OneRepublic sendi frá sér sína þriðju plötu, Native í mars síðstliðnum og hefur hún fengið vægast sagt góðar móttökur en á henni má finna lagið If I Lose Myself sem er nýjasta smáskífa plötunnar.

Nú hefur hljómsveitin í samstarfi við hinn 21 árs gamla sænska plötusnúð Alesso gefið út remix eða endurgerð af laginu og hefur það verið fært í danshæfan búning og á það eflaust eftir að hljóma á skemmtistöðvum borgarinnar á næstunni.