Jennifer Lopez - Live It Up ásamt PitbullÞetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Jennifer Lopez og Pitbull gera lag í sameiningu, en þau eiga það sameiginlegt að vera með þeim vinsælli á sínu sviði í dag.

Lagið Live It Up er þriðja og jafnframt það nýjasta sem þetta frábæra dúó sendir frá sér en það má finna á áttundu plötu Jennifer Lopez sem kemur út í sumar, en hún mun einkennast af urban/hip-hop, dans og latin tónlistarstefnunum.

Það er pródúserinn RedOne sem hefur yfirumsjón með gerð plötunnar en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við One Direction, Usher, Nicki Minaj, Taio Cruz og Justin Bieber.