Alesso - Tear The Roof UpSvíinn Alessandro Lindblad eða bara Alesso eins og hann kallar sig hóf ferilinn árið 2010 eins og margir plötusnúðar með því að gera “remix“ eða endurgerðir af lögum eftir aðra og náði hann fljótt miklum vinsældum sem sjást hvað best af því að hann var í sjötugasta sæti yfir 100 vinsælustu plötusnúða í heiminum hjá DJ Magazine árið 2011 en í því þrettánda árið 2013, en það ár gaf hann meðal annars út remix af laginu If I Loose My Self sem hljómsveitin OneRepublic gerði upphaflega.

Þessi 23 ára gamli plötusnúður vinnur nú að gerð fyrstu plötu sinnar sem er nú væntanleg, en Tear The Roof Up er það nýjasta sem við fáum að heyra frá honum.