PSY - Hangover ásamt Snoop DoggNafnið PSY ætti ennþá að vera flestum í minni, en hann gaf út lagið Gangnam Style sem kom honum svo sannarlega á kortið og náði það nýlega að brjóta 2 milljarða áhorfa múrinn á YouTube sem gerir það að vinsælasta myndbandinu á vefnum fyrr og síðar og verður vægast sagt erfitt að toppa það.

Nú hefur PSY sent frá sér sitt þriðja lag eftir að stórsmellurinn kom út, en lagið nefnist Hangover og er það rapparinn Snoop Dogg eða Snoop Lion eins og hann á einnig til með að kalla sig með honum í laginu, en PSY hefur tilkynnt það að hann muni gefa út annað lag í sumar sem kemur til með að heita Daddy.