Duke Dumont - Won't Look BackEftir að hafa sent frá sér fjöldan allan af remixum, eða endurgerðum af lögum eftir aðra gaf Bretinn Adam Dyment eða Duke Dumont eins og hann kallar sig út sitt fyrsta lag á síðasta ári og fylgdi því á eftir með laginu I Got U sem hefur verið að gera góða hluti út um allan heim upp á síðkastið.

Nú er komin út þriðja og jafnframt nýjasta smáskífafn af fyrstu plötu Duke sem er væntanleg síðar á þessu ári en lagið nefnist Won’t Look Back og er það líkt og önnur lög með Duke gefið út af hans eigin útgáfufyrirtæki, Blasé Boys Club.